0

Vegir liggja til allra átta


Hvað segja tölurnar okkur um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu?

Ferðaþjónusta hefur tekið fram úr bæði áliðnaði og sjávarútvegi hvað útflutningstekjur varðar. Fjöldamet eru sett á ári hverju og meiri vöxtur er í kortunum. Landsbankinn kafar hér ofan í þær breytingar sem eiga sér stað í geiranum.
Fjöldi erlendra ferðamanna sem fara um Leifsstöð
Settu bendilinn yfir súlurnar til að sjá fjöldann.
163
2010
Ferðaþjónustan hefur farið úr því að vera aukabúgrein á sumrin í að vera einn af máttarstólpum atvinnulífsins. Útflutnings­verðmæti hennar hafa aukist um 140 milljarða króna á aðeins fjórum árum.
Arðsemi í ferðaþjónustu

Fólkið í greininni

Ferðaþjónusta er ekki hátekjugrein. Atvinnulífið kemst brátt í eðlilegt horf og laun í greininni þurfa því að hækka ef starfsmenn eiga ekki að hverfa til annarra starfa. Virðisauki á starfsmann í greininni er undir meðaltali í landinu og ef auka á framleiðni þarf að laða til landsins verðmætari ferðamenn.

Fjöldi erlendra ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu
Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi. Sé mið tekið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa og karlar 46%.
Allt tal um ferðaþjónustuna kveikir myndir af sjávarþorpum, jökullónum og háhita­svæðum. Engu að síður eru 69% starfa í ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu.
Markvisst markaðsstarf

Ísland hefur markvisst verið markaðssett gagnvart fólki á aldrinum 20-65 ára sem býr í þéttbýli og hefur menntun og tekjur yfir meðal­tali; fólki með menningarlegan áhuga sem telur sig standa utan hjarðarinnar og nýtur þess að láta koma sér á óvart.

Þjóðerni ferðamanna árið 2014
Pól
Sví
Svi
Það skiptir máli hvaðan ferðamennirnir koma. Meðal-Svisslendingur á ferðalagi hérlendis kaupir fyrir tvisvar sinnum hærri upphæð en meðal-Svíinn. Hins vegar verslar meðal-Pólverjinn ekki fyrir nema þriðjung þeirrar upphæðar.
1.000.000
2014
Miðað við vöxt undanfarinna ára og sögulegt meðaltal síðustu 65 ára spáir Landsbankinn því að tvær milljónir ferðamanna komi til Íslands árið 2021. Erum við tilbúin að takast á við þær breytingar sem þessi gríðarlegi vöxtur mun hafa í för með sér?

Takk fyrir að leggja leið þína á ferðaþjónustuvef Landsbankans. Því miður styður vefurinn ekki öll snjalltæki. Lendir þú í vandræðum ráðleggjum við þér að skoða hann í tölvu þar sem hann nýtur sín best.

Á vef Landsbankans má nálgast rit Hagfræðideildar Landsbankans um stöðu ferðaþjónustu á Íslandi. Þar er einnig hægt að horfa á upptökur frá ráðstefnu bankans sem haldin var 24. mars 2015.

Close